Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Notandi getur prentað út vinnublað veiðivottorðs auk þess að mynda XML skrá út frá þeim upplýsingum sem búið er að rekja og skrá fyrir viðkomandi reikning. Útprentunin er í raun sambærileg þeirri útprentun sem hægt er að prenta út hjá Fiskistofu og sýnir uppruna á bak við þau tollnúmer sem verið er að flytja út niður á gám- eða flugnúmer. Á sama hátt er hægt að mynda XML skjal sem síðan er hægt að lesa inn á vef Fiskistofu og sleppur þá notandi við allan innslátt þar. Ef notandi er að nýta sér XML virkni veiðivottorða þá byrjar hann á að mynda veiðivottorðs upplýsingar fyrir ákveðin reikning í WiseFish og síðan myndar hann XML skjal út frá þeim upplýsingum sem þar er að finna. Notandi getur sem fyrr haft áhrif á þau gögn sem þar myndast ef hann veit betur en kerfið eða ef einhver villa hefur átt sér stað við skráningu