/
Spread Harvest Estimates

Spread Harvest Estimates

Ath notað fyrir fiskeldi, ekki high priority

Í móttökusamkomulög er hægt að skrá móttöku á slátruðum fiski.  Forkrafan er sú að búið sé að setja upp eitt stakt hráefnisnúmer með þeim afbrigðum sem geta komið fyrir m.t.t. stærðar- og gæðaflokkunar.

Móttökusamkomulag er stofnað fyrir móttöku staks hráefnisfarms frá fiskeldi. Skjalið er gefið út á innri birgja (kví/bát) og helstu upprunaupplýsingar skráðar í haus skjalsins; s.s. móttökudagur, framleiðandi, birgðageymsla.

Á flipanum 'Slátrun' í móttökusamkomulaginu er framkvæmd gæða-/stærðarflokkadreifing sem er byggð á áætluðum forsendum um lífmassa, fjölda fiska, haus- og slægingarstuðul, hlutfalsskiptingu í gæðaflokka og dreifingastuðul fyrir stærðarflokka (C/V sóttur í eldishugbúnað) .   

Notandi skráir 'Kóta slátrunar', vörunúmer hráefnis og slægingarstuðul.

 

Þá er keyrð aðgerðin 'Dreifa sláturáætlun' á borða móttökusamkomulagsins.

Kerfið opnar þá síðuna 'Dreifa áætlun', þar sem notandi setur inn forsendur dreifingar; þ.e. heildarmagn til dreifingar, fjölda fiska, C/V stuðul úr eldiskerfi og hlutföll fyrir gæðaskiptingu.   Þá ræsir hann aðgerðina 'Dreifa út frá CV'.  Kerfið reiknar þá út stærðardreifingu skv. gefnum forsendum og skráir niðurstöðuna í stærðargluggann hægra megin neðst á síðunni.

Hægt er að endurtaka dreifingu og uppfæra línur samkomulagsins a.m.k. þrisvar sinnum eftir því sem mælingar bætast við og áætlun verður nákvæmari (kví/bátur/úrtaksvigtun).  Þegar dreifing hefur verið framkvæmd eru móttökusamkomulagslínur myndaðar með sjálfvirkri aðgerð á borðanum - 'Stofna samkomulagslínur'.

Þá kemur staðfesting frá kerfinu um að móttökusamkomulagslínur hafi verið stofnaðar.

Nú er hægt að skoða niðurstöðurnar í 'Línum' móttökusamkomulagsins.

Þar sem línur hafa verið stofnaðar er nú einnig hægt að mynda móttökuskjal til bókunar í birgðir, eins og lýst er ofar í skjalinu.