Til þess að opna síðu Innlestur fiskimarkaðareikninga er farið í leitarglugga og leitað að Innlestur fiskmarkaðareikninga og smellt á valmögleikann í listanum
Skrá frá fiskmarkaðinum er lesin inn í WiseFish með aðgerðinni Lesa skrá - XML.
Við það myndast lína í skjámyndinni Innlestur fiskmarkaðareikninga með stöðuna "Innlestri lokið" og tilvísun í slóð/möppu þar sem viðkomandi skrá er geymd, dagsetningu og tíma innskráningar.
Staða línunnar ræðst af stillingu í Uppsetning WiseFish. Reiturinn Uppsetning skrár býður upp á þrjá valmöguleika: Default, Azure Blob og Azure File.
Ef Default er valið þá er aðgerðin Skráar úrvinnsla - XML keyrð sjálfkrafa þegar smellt er á aðgerðina Lesa skrá - XML og fer því staðan beint í ”Innlestri lokið”.
Ef annað hvor Azure valmöguleikinn er valin, þá fer staðan í “Í skráningu” og þá þarf notandi að keyra aðgerðina Skráar úrvinnsla - XML handvirkt.