Group bonus (icelandic companies)

Uppsetning

image-20240319-152020.png
Í Hópbónus uppsetning er sett upp viðmiðunar bónus taxtar á klst.

Undir víddarskilgreiningu, má finna forsendur hópbónus víddar, sjá hér að neðan.

 

image-20240320-083243.png

Vöruspjöld

Neðst á vöruspjöldum, er hægt að setja inn forsendur hópbónuss, þ.e. greiddar kr. í bónus pr. framleiddan kassa af afurð. (Pr. sölueiningu).

Starfaspjald:

Neðst á starfaspjaldi, er hægt að setja inn prósentu til hópbónuss.

Í grunninn er það hugsað þannig, að starfið hefur 0 prósent hópbónus, nema starfið eigi að vera með í útreikningi hópbónuss, þá er það með 100%.

 

Framkvæmd útreiknings (vikulega)

Til að fara í að reikna út hópbónus þá þarf að vera búið að lesa inn tímana úr t.d Hug/Bakverði og fara svo í að lesa þær inn og staðfesta.

Hér er röð aðgerða sýnd:

Fyrst er farið í aðgerðir, hópbónustímar, og liður eitt valinn: Lesa inn tíma, til að lesa tíma frá tímaskráningarkerfi.

Stuðningur er við tvennskonar innlestur, þ.e. semíkommuaðskilinn, og með föstum bilum.

 

Ef valið er “innlestur íslandssaga”, þá býst kerfið við skrá með föstum bilum, sjá dæmi hér að neðan:

 

Þegar innlestri er lokið er valið að “Staðfesta skráningu” sjá Business Central glugga hér f. ofan.

 

Við staðfestinguna, flytjast tímarnir í lið 2 “Staðfestir tímar”. Í raun ættu þeir að geta setið þar, án þess að átt sé við þá, en hægt er að breyta þeim þar ef þarf / einnig er hægt að eyða þeim þar ef vilji er til að lesa þá inn aftur.

Næst er að fara í að reikna, og dreifa hópbónus.

Farið í Aðgerðir / Reikna og dreifa, og veljið lið þrjú, að reikna hópbónus.

Veljið þar “Reikna hópbónus”, sjá hér að neðan.

 

Stillið inn skilyrði; dæmi um þau sýnd hér að neðan. Valin er vika, yfirleitt frá mánudegi fram á sunnudag, og deildin sem á að reikna fyrir, síðan er smellt á “Búa til yfirlit yfir útreikning fyrir hópbónus”.

Þá reiknast út forsendur útreiknings útfrá framleiddu magni, sjá hér að neðan. Ath, ef verið er að villuleita útreikning, er mælt með því að styðja á örvar í dálkum lengst til vinstri á skjánum, til þess að fá yfirsýnina pr. hráefni. Þannig er grundvöllur heildarbónuss sýndur pr. fisktegund, og ef villa virðist vera í þeirri upphæð, er gott að byrja að gera sér grein fyrir því hvaða fisktegund á í hlut, og kafa svo undir það með því að “sprengja upp” línurnar undir þeirri tegund.

Næst er smellt á “stofna hópbónus færslur”, sjá skjámynd hér f. ofan. Síðan er bakka aftur á forsíðu útreiknings, sjá hér að neðan. Samtals bónus hefur verið reiknaður, útfrá framleiddu magni afurða, sem hafa á sér bónusforsendur, og deiling í innlestna tíma gefur kr/klst með nýtingu.

 

 

Skref fjögur, sjá hér að neðan, er til þess að taka bónus, kr/klst, og fylla út forsenduyfirlit fyrir launabók, þ.e. dreifa kr/á klst, á þær klukkustundir sem hver launþegi hefur til bónuss.

 

Í dreifingaryfirliti er smellt á “dreifa hópbónus” efst í vinstra horni, og þá kemur upp forsendublað, sjá hér að neðan. Fyllt er út í forsendur vikunnar, og smellt á “Stofna hópbónus dreifingaryfirlit”.

Við það myndast færslur í glugga sem sýnir tíma til bónus, bónus pr. klst og slíkt.

Að yfirferð lokinni er farið í “Stofna launafærslur”, til að mynda færslur í launabók í launakerfinu.