Innkaup af þriðja aðila skipi - Uppsetning birgðastaðar og skráning veiðiferðar

 

Athugið að þessar breytingar eiga eingöngu við þegar skip er skráð sem ytri birgðastaður. Þessi breyting á ekki við um löndun eigin skips, sá ferill er óbreyttur.

 

Helstu breytingar

Eldri ferill - Reiturinn birgðastaður í hráefnislínum veiðiferðar erfist yfir í sölueiningalínur innkaupareiknings.

Nýr ferill - Reiturinn birgðastaður er notaður fyrir upprunaupplýsingar skipsins í hráefnislínum veiðiferðar. Reiturinn birgðastaður innkaupa erfist yfir í sölueiningalínur innkaupareiknings.

Sjá nánari útskýringar hér fyrir neðan.

Uppsetning

Skipaspjald

  • Sérstakur birgðastaður fyrir skipið eru settir í reitina Birgðastaður og Frumframleiðandi

Birgðastaður Skips

  • Birgðastaður skipsins þarf að vera merktur sem Ytri birgðastaður í reitnum Tegund birgðastaðar

Skráning Veiðiferðar

Þegar skipið er valið í veiðiferð, fyllist sjálfkrafa í reitinn Birgðastaður, í haus og línum. Reitirnir fyllast sjálfkrafa út frá uppsetningu á birgðastað skipsins.

Breyting frá fyrri útgáfum:

Áður en að veiðiferð er lönduð og innkaupareikningur stofnaður þarf notandi að vera búinn að fylla út í reitinn Birgðastaður Innkaupa.

Hér setur notandi inn þann Birgðastað sem á að fara í línur á innkaupareikning, ss hér er hægt að skilgreina í línum hvort hráefni er að fara beint til dæmis í mjöl og lýsi eða í frystingu.

Í öðrum orðum, Birgðastaður Innkaupa = eigin birgðastaður sem verið er að kaupa inn á.

Ekki er hægt að landa hráefni og stofna innkaupaskjal án þess að innkaupaframleiðandi er útfylltur í línum þegar skip er merkt sem ytri birgðastaður (þriðja aðila skip)

Þegar búið er að fylla í haus og línur er veiðiferð lönduð eins og í eldri útgáfum.

Þegar innkaupareikningur er myndaður er hægt að sjá birgðastaðinn sem verið er að kaupa inn á, þegar smellt er á sölueiningalínur:

Ef að víddir hafa verið settar upp á birgðastað ættu þær að koma sjálfkrafa í línur á innkaupareikningi.

Eftir bókun ættu opnar sölueiningar að líta svona út, skv þessu dæmi: