Uppfærsla sjómannalaun NAV 5.0
Starfaspjald
Kominn er nýr reitur á starfaspjald í launakerfi, Gerð sjómannasamnings.
Nýir valkostir eru:
Lífeyrisauki
Kaupauki
Þetta eru þau hugtök sem koma ný inn í launakerfi og Wisefish vegna kjarasamninga sem hluti sjómanna samþykktu seinnipart vetrar 2023.
Hér er tilgreind sú leið sem viðkomandi sjómaður velur m.t.t. lífeyrissjóða í launauppgjöri. Uppsetningu á lífeyrissjóðum þarf að setja upp samkvæmt vali sjómanns.
Sjómenn sem nýir samningar taka ekki til hafa reitinn Gerð sjómannasamnings auðan.
Kröfuspjald
Nýr reitur er komin á Kröfuspjald í launakerfi, Kröfuteg. Slysa háð samningi.
Sjómenn sem fá greidd laun samkvæmt nýjum kjarasamningi fá taxta á kröfutegund þar sem hakað er í Kröfuteg. Slysa háð samning. Stofna þarf nýja kröfutegund vegna nýs kjarasamnings.
Skiptaprósentur
Í gagnatöflu fyrir sjálfgefnar skiptaprósentur sem unnið er með í veiðiferðum eru komnir 2 nýir reitir.
Prósenta: Lífeyrisauki
Prósenta: Kaupauki
Reiturinn Prósenta gefur sjálfgefna veiðiferð við stofnun.
Taflan skiptaprósenta í útgerðarhluta Wisefish fyllir út prósentureitina þrjá þegar unnið í veiðiferð s.s. við stofnun og breytingu á áhafnarfjölda og veiðarfæri.
Veiðiferð
Í veiðiferðir eru komnir nýir reitir fyrir nýja valkosti í kjarasamningum sjómanna.
Prósenta: Lífeyrisauki
Prósenta: Kaupauki
Hlutur uppg. (lífeyrisauki)
Hlutur uppg. (kaupauki)
Virkni í launakerfi sér á uppsetningu sjómanns hvaða prósentu skal nota til að reikna út hásetahlut fyrir viðkomandi.
Hásetahlutur sem á við hvern valkost er fyllt út í veiðiferð samkvæmt útreikningum í launakerfi sem sækir sjómenn í launabók.
Tegund samnings sjómanns fyllist út í áhafnarskráningu veiðiferða þegar sjómenn eru sóttir í launabók.
Í veiðitímabilum veiðiferða hefur nýjum reitunum verið bætt við eins og á starfi og veiðiferð.
Vinnsla á sjómannalaunum per tímabil ræður því við nýjar forsendur úr kjarasamningum en huga þarf mjög vel að hafa prósentur sem slíkar réttar ef þær breytast með breyttum fjölda á hverju tímabili fyrir sig.